Aðalsteinn settur forstjóri Þjóðskrár

Þjóðskrá Íslands er til húsa í Borgartúni.
Þjóðskrá Íslands er til húsa í Borgartúni. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, hefur verið settur forstjóri Þjóðskrár Íslands frá morgundeginum, 1. febrúar, og til sex mánaða.

Hann leysir af Margréti Hauksdóttur, forstjóra Þjóðskrár, sem fer í sex mánaða námsleyfi að því er segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Arnar Már Elíasson, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar, er á sama tímabili sagður munu leysa Aðalstein af sem forstjóri Byggðastofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert