Borgarbúar undirbúa sig fyrir stríð

Borgarbúar fá kennslu hvernig eigi að halda á vopnum.
Borgarbúar fá kennslu hvernig eigi að halda á vopnum. AFP

Úkraínskur hermaður kenndi óbreyttum borgurum að halda á viðareftirlíkingum af Kalashnikov-riffli á heræfingu fyrir óbreytta borgara sem haldin var í gær í yfirgefinni verksmiðju í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu.

Hræðsla við mögulega innrás Rússa hefur magnast í Úkraínu síðastliðnar vikur þar sem þykir æ líklegra að af henni verði. Um 100 þúsund rússneskir hermenn dvelja við landamæri Úkraínu og telja bandarískir ráðamenn líklegt að Rússar hefji innrás um miðjan febrúar.

Þjóðarleiðtogar Vesturlanda hafa hvatt Pútín til þess að draga herinn til baka. Á æfingunni var farið yfir skyndihjálp, hernaðartækni kennd og þol æft. Þátttakendur voru á öllum aldri og sá yngsti á barnsaldri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert