Bretar urðu að „þriðja landi“

Spurður hversu mörg fyrirtæki í innflutningi sæki um vottun hjá …
Spurður hversu mörg fyrirtæki í innflutningi sæki um vottun hjá þeim árlega, segir hann þau enn innan við tíu talsins, auk 60 bænda. mbl.is/Golli

Gunnar Á. Gunnarsson, hjá Vottunarstofunni Túni, segir samninga Bretlands við Evrópusambandið og EFTA engu breyta um að fyrirtækjum sem annast innflutning á lífrænum vörum þaðan sé skylt að sækja um vottun. Þá geri ný reglugerð, sem tók gildi á Evrópusvæðinu um áramótin og mun taka gildi á Íslandi á næstu mánuðum, auknar kröfur um eftirlit með milliríkjaviðskiptum með lífrænar vörur. „Í [reglugerðinni] er vaxandi áhersla á uppruna og rekjanleika og þá sérstaklega á eftirlit með vörum sem koma frá svokölluðum „þriðju löndum“, sem ekki eru í Evrópusambandinu,“ segir Gunnar og bætir við að Bretar hafi orðið að umræddu „þriðja landi“ við útgönguna og innflutningur þaðan sé því háður auknu eftirliti.

Í síðustu viku var greint frá því í Morgunblaðinu að fyrirtæki sem flytur inn lífrænar vörur frá Bretlandi þurfi nú að votta vörurnar hjá Túni með tilheyrandi kostnaði og skjalavinnslu, sem ekki þurfti fyrir útgönguna.

Spurður hversu mörg fyrirtæki í innflutningi sæki um vottun hjá þeim árlega, segir hann þau enn innan við tíu talsins, en auk þess séu um 60 bændur og vinnslustöðvar með vottun. „Þetta er lítill geiri á Íslandi enn sem komið er samanborið við flest önnur lönd.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert