Flugeldar sprungu í höndum unglinga

Flugeldar sprungu í höndum unglingspilta.
Flugeldar sprungu í höndum unglingspilta. mbl.is/Alfons

Þrír 14 ára drengir voru fluttir með sjúkrabifreiðum til aðhlynningar á bráðadeild Landspítala eftir að flugeldar sprungu í höndum þeirra á sjöunda tímanum í gærkvöldi.

Samkvæmt dagbók lögreglu voru áverkar drengjanna á höndum, andliti, auga, við eyra og skert heyrn.

Lögregla stöðvaði bifreið í miðbæ Reykjavíkur á öðrum tímanum í nótt. Fjórir sem voru í bílnum voru handteknir grunaðir um líkamsárás og ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Fólkið var vistað fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu en sá sem varð fyrir árás fór á bráðadeild.

Enn fremur kom eldur upp í vélarrými strætisvagns í Kópavoginum um klukkan tíu í gærkvöldi. Eldurinn reyndist minni háttar og hafði vegfarandi slökkt eldinn áður en viðbragðsaðilar mættu á vettvang.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert