Vegagerðin greinir frá því að vegurinn yfir Hellisheiði sé lokaður vegna veðurs og fastra bíla. Þrengslin eru einnig lokuð. Bent er á hjáleið um Suðurstrandarveg (427) um Grindavík. Að sögn Veðurstofu Íslands er gul viðvörun í gildi fyrir landið sunnan- og vestanvert, m.a. á höfuðborgarsvæðinu.
Hellisheiði: Vegurinn er lokaður vegna veðurs og fastra bíla. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 31, 2022
Búast má við snjókomu nokkuð víða um land í dag. Sums staðar verða erfið akstursskilyrði og færð gæti mögulega spillst, segir í spá Veðurstofunnar.