Leggja til breytingu á sóttvarnalögum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er meðal flutningsmanna frumvarpsins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er meðal flutningsmanna frumvarpsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þing­flokk­ur Viðreisn­ar hef­ur lagt fram frum­varp til breyt­inga á sótt­varna­lög­um. Breyt­ing­in snýr að því að vald ráðherra til að grípa til sótt­varnaaðgerða verði temprað þannig að eft­ir­far­andi samþykki Alþing­is sé áskilið.

Um er að ræða viðbót­ar­máls­grein við 18. grein lag­anna. Með henni yrði gerð krafa um að þegar far­sótt hef­ur varað leng­ur en í þrjá mánuði og ráðherra hef­ur sett reglu­gerð um op­in­ber­ar sótt­varn­aráðstaf­an­ir, sé sú reglu­gerð sem og frek­ari ákv­arðanir born­ar und­ir þingið inn­an tveggja vikna í formi þings­álykt­un­ar­til­lögu.

Í slíkri til­lögu yrði að gera ít­ar­lega grein fyr­ir ráðstöf­un­um og for­send­um sem að baki liggja. Þingið gæti þá ým­ist samþykkt, breytt eða fellt álykt­un­ina. Ráðherra yrði svo skylt að fram­fylgja vilja þings­ins í fram­hald­inu, þ.e. breyta eða fella reglu­gerðina úr gildi ef svo ber und­ir. 

Mik­il­vægt að tryggja aðkomu Alþing­is

Þing­flokk­ur Viðreisn­ar tel­ur mik­il­vægt að tryggja bet­ur aðkomu Alþing­is, að ákv­arðana­töku sem kann að hafa í för með sér svo um­fangs­mikl­ar skerðing­ar á rétt­ind­um fólks til at­vinnu, frels­is eða hópa­mynd­un­ar. 

„Flutn­ings­menn frum­varps þessa halda því ekki fram að op­in­ber­ar sótt­varn­aráðstaf­an­ir sem ráðherra hef­ur kveðið á um vegna yf­ir­stand­andi heims­far­ald­urs kór­ónu­veirunn­ar hafi brotið gegn stjórn­ar­skrár­vörðum mann­rétt­ind­um al­menn­ings á Íslandi,“ seg­ir í grein­ar­gerðinni.

Far­ald­ur­inn hef­ur, að þeirra mati, varpað ljósi á til­tekna ann­marka í lög­um um sótt­varn­ir þegar kem­ur að lang­vinn­um tak­mörk­un­um rétt­inda á grund­velli lag­anna.

Fullt til­efni er til að kalla þing sam­an þrátt fyr­ir jóla­hlé eða sum­ar­hlé til að af­greiða þings­álykt­un­ar­til­lögu um op­in­ber­ar sótt­varn­aráðstaf­an­ir.“

Frum­varpið má lesa í heild sinni á vef Alþing­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert