Mál Ólafar tekið fyrir í Félagsdómi í dag

Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir, sem starfaði sem trúnaðarmaður í hlaðdeild á …
Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir, sem starfaði sem trúnaðarmaður í hlaðdeild á Reykja­vík­ur­flug­velli, mætti í félagsdóm í október. mbl.is/Unnur Karen

Munnlegur málflutningur fyrir Félagsdómi í máli Ólafar Helgu Adolfsdóttur, sem áður var trúnaðarmaður starfsmanna Icelandair á Reykjavíkurflugvelli og er núverandi varaformaður Eflingar, gegn Icelandair fer fram nú klukkan 14 í dag. Að sögn Magnúsar M. Norðdahl, lögfræðingi hjá ASÍ, er um að ræða lokahnykk málsins áður en það er svo lagt í dóm og kveðinn verður upp dómur að nokkrum dögum eða vikum liðnum.

Málið snýr að uppsögn Ólafar hjá Icelandair í ágúst, en þá stóð hún í viðræðum við Icelandair um rétt­inda­mál starfs­manna en hún hef­ur sinnt störf­um sem trúnaðarmaður frá 2018 og sem ör­ygg­is­trúnaðarmaður Vinnu­eft­ir­lits­ins frá 2020.

Í stefn­unni var rök­stutt með vís­un í gögn sem komu meðal ann­ars frá starfs­fólki Icelanda­ir og SA, að upp­sögn­in hafi verið í bein­um tengsl­um við störf Ólaf­ar sem trúnaðarmaður. Slík upp­sögn er óheim­il sam­kvæmt lög­um 80/​1938 um stétt­ar­fé­lög og vinnu­deil­ur. Farið er fram á að upp­sögn Ólaf­ar hjá fé­lag­inu verði dæmd ólög­mæt.

ASÍ rekur málið fyrir hönd Eflingar sem er með málið fyrir hönd Ólafar. Til varnar taka Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Icelandair.

Þegar málið kom upp í fjölmiðlum í október sagði Icelandair að farið hefði verið að lögum og kjarasamningum sem og lögum sem kveða á um vernd trúnaðarmanna.

Í skriflegu svari Icelandair til mbl.is í október var sagt að ekki væri hægt að ræða málefni einstakra starfsmanna opinberlega. „Fé­lagið fer að lög­um og kjara­samn­ing­um og á það einnig við um lög sem kveða á um vernd trúnaðarmanna starfs­manna. Eins og fram hef­ur komið er fé­lagið ósam­mála full­yrðing­um Efl­ing­ar í um­ræddu máli,“ sagði hins vegar í svarinu.

Þetta er ekki eina málið þar sem Icelandair hefur þurft að svara fyrir sig í Félagsdómi að undanförnu. Í síðustu viku hafði Flug­freyju­fé­lag Íslands bet­ur gegn félaginu í Fé­lags­dómi og bar því flug­fé­lag­inu að aft­ur­kalla upp­sagn­ir út frá starfs­ald­urslista sum­arið 2020. 

Um 900 flug­freyj­um var sagt upp störf­um í apríl 2020 í kjöl­far far­ald­urs­ins og end­ur­skipu­lagn­ing­ar hjá Icelanda­ir. Sum­arið sama ár, þegar lín­ur tóku að skýr­ast í flug­geir­an­um var síðan 201 flug­freyja ráðin á nýj­an leik og fór flug­fé­lagið ekki eft­ir starfs­aldri. Niðurstaða Fé­lags­dóms, sem er end­an­leg, var að fé­lag­inu hafi verið skylt að aft­ur­kalla upp­sagn­irn­ar eft­ir starfs­aldri. Fé­lags­dóm­ur féllst á kröf­ur FÍ og er Icelanda­ir gert að greiða ASÍ 800 þúsund í máls­kostnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert