Upplýsingar um afbrigði berast sjálfkrafa

Upplýsingar um veiruafbrigði berast seinna en niðurstöður úr skimun.
Upplýsingar um veiruafbrigði berast seinna en niðurstöður úr skimun. mbl.is/Auðun

Þeir sem hafa greinst með kórónuveirusmit fá sjálfkrafa skilaboð á Heilsuveru með upplýsingum um hvaða afbrigði veirunnar þeir hafa greinst með. 

Þetta segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður landlæknis í svari við fyrirspurn mbl.is.

Upplýsingarnar birtast þó ekki strax með niðurstöðu úr sýnatöku heldur getur það tekið hátt í tvær vikur fyrir þær að berast. Tekur það mun lengri tíma að raðgreina sýni en að fá niðurstöðu úr skimun.

Ekki þörf á að fylla út eyðublað

Að sögn Kjartans tók þessi breyting gildi um miðjan janúar. Þarf því ekki lengur að fylla út eyðublað á heimasíðu landlæknis til að fá upplýsingar um afbrigðið eins og áður tíðkaðist. 

Mikill meirihluti þeirra sem greinast nú með kórónuveirusmit er með Ómíkron-afbrigði veirunnar. Síðustu daga hafa um 10% smitaðra verið með Delta-afbrigði veirunnar.

Hafa margir þeirra sem greinast óskað eftir upplýsingum um veiruafbrigðið enda getur sami einstaklingurinn smitast af ólíkum afbrigðum kórónuveirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert