Samtals greindist 1.421 með smit innanlands í gær samkvæmt tölum á covid.is. 35% þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. Alls greindust 1.457 smit á landinu, en þar af voru 36 á landamærum. Samtals voru 4.671 sýni greint sem einkennasýni eða sóttkvíarsýni, en 649 sýni voru greind á landamærum.
Nýgengi smita innanlands mælist nú 4.884, en var 4.875 í gær.
Í gær greindust 816 smit innanlands, en þá hafði þeim fækkað fjóra daga í röð, úr 1.567 smitum þegar mest var, en sá fjöldi mældist 26. janúar. Síðan þá hafði smitum fækkað í 1.213 þann 27. janúar, 1.186 smit 28. janúar og 934 smit 29. janúar.
Á Landspítala liggur nú inni 31 sjúklingur með Covid-19, þar af eru þrír á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Meðalaldur innlagðra er 62 ár. 9.163 sjúklingar eru á Covid-göngudeild spítalans, þar af 3.860 börn.
Covid-sýktir starfsmenn Landspítala (í einangrun eða innlögn) eru 217.