Ákærður fyrir 20 milljóna skattabrot

Embætti héraðssaksóknara hefur ákært í málinu.
Embætti héraðssaksóknara hefur ákært í málinu. mbl.is/Hjörtur

Karlmaður um fertugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir að hafa komist hjá því að greiða tæplega 20 milljónir í skatta árunum 2017 og 2018 við rekstur einkahlutafélags þar sem hann var einn af þremur eigendum.

Samkvæmt ákæru greiddi félagið ekki virðisaukaskatt upp á 12,1 milljón frá því í janúar 2017 og fram í apríl 2018. Þá segir jafnframt í ákærunni að félagið hafi ekki staðið skil á staðgreiðslu upp á 7,5 milljónir frá mars 2017 til maí 2018. Samtals er því um að ræða 19,6 milljónir, en maðurinn er jafnframt ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað einkahlutafélaginu ávinnings af brotunum í þágu rekstrarins og í eigin þágu.

Félagið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert