Guðmundur verður starfandi ríkisendurskoðandi

Guðmundur Björgvin Helgason verður starfandi ríkisendurskoðandi.
Guðmundur Björgvin Helgason verður starfandi ríkisendurskoðandi.

Forseti Alþingis hefur falið Guðmundi Björgvini Helgasyni stjórnmálafræðingi að gegna starfi ríkisendurskoðanda þar til kosning nýs ríkisendurskoðanda hefur farið fram á Alþingi.

Skúli Eggert Þórðarson, sem hefur gegnt embættinu, tók  nýlega við nýju starfi sem ráðuneytisstjóri í menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Guðmundur Björgvin er staðgengill ríkisendurskoðanda en hann er sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun og forstöðumaður skrifstofu embættisins á Akureyri. Hann var áður ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneyti og mannauðsstjóri hjá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna í Jórdaníu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert