Innflutningur á kjötafurðum eykst á ný

Kort/mbl.is

Innflutningur á kjötafurðum er aftur farinn að aukast eftir samdrátt á árinu 2020. Hlutfall innflutts kjöts af heildarsölu hefur þó ekki náð því marki sem var fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Áætla má að heildarsala á kjötafurðum, framleiddum innanlands ásamt innflutningi, hafi numið tæpum 35 þúsund tonnum á nýliðnu ári. Er það aukning frá árinu á undan, nokkru minni en var á árinu 2019, áður en kórónuveirufaraldurinn hófst. Mjög dró úr komum erlendra ferðamanna á árinu 2020 af þeim sökum en á síðasta ári jókst ferðamannastraumurinn aftur. Er það talin helsta skýringin á aukinni kjötneyslu.

Mest flutt inn af svínakjöti

Innflutningur á kjöti hefur þróast með svipuðum hætti. Hann jókst á síðasta ári eftir samdrátt sem varð árið á undan, og hlutur hans af heildarkjötsölu jókst heldur. Innflutningurinn er þó enn töluvert frá því sem hann var fyrir faraldur.

Mest var flutt inn af svínakjöti, 2.400 tonn, reiknað í kjöt með beini, auk þess sem mikið er flutt inn af unnum svínaafurðum. Minna er flutt inn af alifuglakjöti og nautgripakjöti, eins og sjá má á meðfylgjandi grafi, en aukning í þeim greinum er hlutfallslega meiri, eða 11-12%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert