Landspítalinn hefur verið færður af neyðarstigi á hættustig, að því er fram kemur á vef spítalans.
31 sjúklingur liggur á spítalanum smitaður af veirunni. Þar af eru 23 í einangrun með virkt smit, þrír á gjörgæslu, tveir í öndunarvél og einn í hjarta- og lungnavél.
Síðastliðinn sólarhring bættust tveir í hópinn og þrír útskrifuðust, 217 starfsmenn eru í einangrun en 30 starfsmenn greindust í gær. Talsverðar annir eru sagðar í rakningum innanhúss en daglega greinast mörg smit á spítalanum, að því er segir á vefnum.