Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, menningar- og viðskiptaráðherra, mun í dag klukkan 14 kynna nýtt ráðuneyti sem hún stýrir og ber nafnið menningar- og viðskiptaráðuneyti.
Fundurinn fer fram í Norðurljósasal Hörpu, en einnig verður hægt að fylgjast með honum í streymi hér að neðan.
Lilja mun kynna framtíðarsýn nýs ráðuneytis og áherslur sínar og samþættingu málaflokkanna í takt við stjórnarsáttmálann. Ráðherra kynnir einnig verkefni sem verða sett af stað á fyrstu 100 dögum nýs ráðuneytis.