Lögmæti samninga borgarinnar verði rannsakað

Borgin vinnur að því að fækka bensínstöðvum.
Borgin vinnur að því að fækka bensínstöðvum. mbl.is/Hari

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins lagði til á borgarstjórnarfundi í dag að samþykkt yrði að innri endurskoðun gerði úttekt á lögmæti samninga Reykjavíkurborgar við olíufélögin, sem hleypur á tugum milljarða. Markmið samninganna er að fækka bensínstöðvum í borginni.

Á fundi borgarráðs í júní lagði borgarstjóri fram samningana, þar sem olíufélögunum eru afhentar valdar lóðir, sem undir bensínstöðvunum eru, endurgjaldslaust, að því að Vigdís fullyrti á borgarstjórnarrfundi. Heildarflatarmál lóðanna er rúmur 6,5 hektari.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir samningana.
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, gagnrýnir samningana. mbl.is/Hari

Gagnrýna samráðsleysi

„Þetta er ekkert smá landflæmi, talandi hér um grænar áherslur, því að okkur var seld þessi hugmynd á þessum tíma, að Reykjavíkurborg væri að taka þátt í orkuskiptunum vegna þess að það ættu að vera hér grænar áherslur í borginni. En nei, það sem við vitum næst er að borgarstjóri var búinn að handsala þennan samning,“ segir Vigdís.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósialistaflokksins.
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósialistaflokksins. mbl.is/Eggert

Bensínfyrirtæki séu að fá sárabætur

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks, tók því næst til máls:

„Við stöndum frammi fyrir því að bensínstöðvar taka mikið pláss á borgarlandi. [...] Hvað gerir borgin til þess að fá þær til þess að fara? Leyfir þeim að hagnast af íbúðauppbyggingu. Í stað þess að leyfa samningum að renna út og að bensínstöðvarnar pakki saman og fari, þá þurfa þær að fá sárabætur,“ sagði Sanna og furðaði sig á verklaginu.

Fram kemur í minnisblaði um áfangaskil samningaviðræðna við rekstraraðila og lóðarhafa eldsneytisstöðva í Reykjavík að lóðarleigusamningar um bensínstöðvar sem í dag eru útrunnir verði ekki endurnýjaðir lengur en til tveggja ára frá samþykkt markmiðanna í borgarráði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert