Þrálát olíumengun skaðar fuglana

Langvía í Klettsvík. Myndin var tekin 29. janúar síðastliðinn.
Langvía í Klettsvík. Myndin var tekin 29. janúar síðastliðinn.

Kajakræðari sá olíublauta langvíu í Klettsvík í Vestmannaeyjum á laugardaginn var. Fleiri olíublautir fuglar hafa fundist í Vestmannaeyjum undanfarið, m.a. æðarbliki í Klauf sunnarlega á Heimaey. Það er enn ráðgáta hvað veldur olíumenguninni sem skaðar fuglana.

„Þetta virðist eiga sér tvo aðskilda uppruna. Annars vegar í Vestmannaeyjahöfn og gæti sú mengun komið frá einhverjum skipum. Hins vegar myndast stundum olíuflekkir á hafinu austan við Vestmannaeyjar. Það gerist jafnt sumar sem vetur. Þetta er svartolía sem er notuð í flutningaskipum sem myndar flekkina,“ segir Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands. Það að olíublauta langvían fannst í Klettsvík finnst honum að geti frekar bent til þess að hún hafi lent í menguninni úti á hafi fremur en í höfninni.

Getum hefur verið leitt að því að olíumengunin á hafinu komi úr flaki þýska flutningaskipsins Kampen sem sökk um 22 sjómílur austsuðaustur af Dyrhólaey 1. nóvember 1983. Sjö skipverjar fórust en sex var bjargað. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert