Tilslakanir mögulega kynntar á föstudag

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sóttvarnareglum á landamærum verður líklega breytt áður en núgildandi reglugerð rennur út í lok febrúar. Frá þessu greindi Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í samtali við ríkisútvarpið í kvöld.

Sömuleiðis sagði hann að til skoðunar væri að stytta einangrunartíma þeirra sem greinast með kórónuveirusmit, úr sjö dögum í fimm daga.

Til greina komi einnig að afnema eins metra reglu á viðburðum, eins og kallað hefur verið eftir.

Reiknar með að nýta tímann

„Ég skil alveg þessa umræðu. Þetta eru inngrip í svo margt í okkar lífi,“ sagði Willum.

Tilslakanir verði mögulega kynntar á föstudag.

„Ég reikna með að ég muni nýta tímann núna, í þessu samtali bæði við heilbrigðisstofnanir um allt land og spítalann, og samtal við sóttvarnalækni, hvort að á föstudaginn ég geti komið með einhverjar tilslakanir. En það er bara of snemmt að fullyrða um það núna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert