Berglind Guðmundsdóttir
Ljósmóðirin Gréta María Birgisdóttir safnar fæðingarsögum feðra ásamt eiginmanni sínum Ísaki Hilmarssyni. Saman eiga þau stúlku fædda 2017 og dreng fæddan 2020.
Með verkefninu vilja þau varpa ljósi á upplifun og hlutverk feðra í fæðingum barna sinna og í bígerð er bók þar sem sögunum verður safnað saman.
Í myndskeiðinu segja þau frá sögum þar sem feður hafa sagt frá upplifun sinni eftir hafa farið í gegnum langt ferli, jafnvel margra ára langt, áður en að fæðingunni kemur.
Fæðingarsögurnar geta verið um meðgönguna, fæðinguna sjálfa eða jafnvel fyrstu dagana eftir fæðinguna. Hver fæðing er, eins og þeir sem hafa upplifað ferlið á fullorðinsárum geta vottað um, einstök og hjónin segja því pláss fyrir allar tegundir sagna í verkefninu: nýjar, gamlar, heimafæðingar, sjúkrahúsfæðingar, fæðingar á leið á fæðingarstað, fjölburafæðingar, keisarafæðingar og allar þær sem ekki ná í upptalninguna. Miklu skiptir þó að allar verða þær nafnlausar í bókinni.
Þau Gréta María og Ísak ræða við Berglindi Guðmundsdóttur í Dagmálum um upplifanir feðra af fæðingum barna sinna.
Dagmál eru aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins en einnig er hægt að kaupa vikupassa.