Það er alltaf þetta: En ef?

Ljósmóðirin Gréta María Birg­is­dótt­ir safn­ar fæðing­ar­sög­um feðra ásamt eig­in­manni sín­um Ísaki Hilm­ars­syni. Sam­an eiga þau stúlku fædda 2017 og dreng fædd­an 2020.

Með verk­efn­inu vilja þau varpa ljósi á upp­lif­un og hlut­verk feðra í fæðing­um barna sinna og í bíg­erð er bók þar sem sög­un­um verður safnað sam­an.

Í myndskeiðinu segja þau frá sögum þar sem feður hafa sagt frá upplifun sinni eftir hafa farið í gegnum langt ferli, jafnvel margra ára langt, áður en að fæðingunni kemur.

Fæðing­ar­sög­urn­ar geta verið um meðgöng­una, fæðing­una sjálfa eða jafnvel fyrstu dag­ana eft­ir fæðing­una. Hver fæðing er, eins og þeir sem hafa upp­lifað ferlið á full­orðins­ár­um geta vottað um, ein­stök og hjón­in segja því pláss fyr­ir all­ar teg­und­ir sagna í verk­efn­inu: nýj­ar, gaml­ar, heima­fæðing­ar, sjúkra­hús­fæðing­ar, fæðing­ar á leið á fæðing­arstað, fjöl­burafæðing­ar, keis­ara­fæðing­ar og all­ar þær sem ekki ná í upp­taln­ing­una. Miklu skipt­ir þó að all­ar verða þær nafn­laus­ar í bók­inni.

Þau Gréta María og Ísak ræða við Berg­lindi Guðmunds­dótt­ur í Dag­málum um upp­lif­an­ir feðra af fæðing­um barna sinna.

Dag­mál eru aðgengi­leg áskrif­end­um Morg­un­blaðsins en einnig er hægt að kaupa vikupassa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert