Afléttingar á morgun ólíklegar

Samkvæmt heimildum mbl.is verða engar afléttingar tilkynntar á morgun.
Samkvæmt heimildum mbl.is verða engar afléttingar tilkynntar á morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir stjórn­völd vilja vera var­fær­in þegar kem­ur að aflétt­ingu sótt­varnaaðgerða en kveðst von­ast til að hægt verði að aflétta fyrr en þegar hef­ur verið til­kynnt.

Hún seg­ir að stöðugt sé verið að meta aðgerðirn­ar.

„Okk­ar lína í þessu er óbreytt. Við vilj­um áfram vera var­fær­in og taka stöðuna alltaf út frá nýj­ustu mögu­legu gögn­um. Þetta er í stöðugu mati,“ seg­ir Katrín í sam­tali við mbl.is.

Í dag var eins metra regla á viðburðum felld úr gildi. Þá er nú í skoðun að stytta ein­angr­un úr sjö dög­um í fimm en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er ólík­legt að það verði kynnt eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund á morg­un.

Þá er sömu­leiðis ólík­legt að ann­ars kon­ar aflétt­ing­ar verði kynnt­ar á morg­un.

Hlusta á Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ina

Eins og mbl.is greindi frá í gær rek­ur Ísland lest­ina í aflétt­ing­um þegar litið er yfir tíma­setn­ing­ar aflétt­inga á Norður­lönd­um.

Katrín seg­ir ís­lensk stjórn­völd fylgja leiðbein­ing­um Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar en þó sé vilji fyr­ir því að aflétta fyrr.

„Lönd eru að fara ólík­ar leiðir í þessu. Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in bend­ir á að það sé mik­il­vægt að stíga þessi skref ákveðið en var­færið og við hlust­um á það,“ seg­ir hún.

„Þar erum við að horfa á fjölda smita í sam­fé­lag­inu og áhrif­in á innviðina og stofn­an­irn­ar, en um leið er rík­ur vilji til að gera þetta eins hratt og mögu­legt er.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert