Björgunarsveitir af öllu landinu boðaðar út

Frá vettvangi við Úlfljótsvatn fyrr í kvöld.
Frá vettvangi við Úlfljótsvatn fyrr í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verið er að boða út enn fleiri björg­un­ar­sveit­ar­menn til að leita að flug­vél­inni sem saknað hef­ur verið í dag. Björg­un­ar­sveit­ir af öllu land­inu hafa verið boðaðar út.

„Leit­in bein­ist að Þing­valla­vatni, og vest­ur af Úlfljóts­vatni og síðan upp á Lyng­dals­heiði,“ seg­ir Ásgeir Er­lends­son upp­lýs­inga­full­trúi Gæsl­unn­ar í sam­tali við mbl.is.

„Þar er mest­ur þung­inn miðað við þær upp­lýs­ing­ar sem við höf­um. Þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar er enn við leit og verður við leit til miðnætt­is, eða eins lengi og við meg­um hafa áhöfn­ina með til­liti til hvíld­ar­á­kvæða,“ seg­ir hann.

Ein þyrla verður í kjöl­farið til taks, ef þörf þykir.

Mik­ill kraft­ur sett­ur í leit­ina

„Þetta er með fjöl­menn­ari leit­um hin síðari ár, ef litið er til þess fjölda björg­un­ar­sveitar­fólks sem tek­ur þátt í leit­inni og þeirra sem að henni koma. Þannig að það er mik­ill kraft­ur og púður sett í leit­ina.“

Farsíma­gögn og fer­ill vél­ar­inn­ar sjálf­ar eru ástæða þess að þung­inn er sett­ur á þetta leit­ar­svæði að sögn Ásgeirs.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka