Fjórði skammturinn í boði fyrir afmarkaðan hóp

Frá bólusetningu gegn Covid-19.
Frá bólusetningu gegn Covid-19. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fjórði skammt­ur­inn af bólu­efni gegn Covid-19 stend­ur nú ákveðnum hópi fólks til boða hér­lend­is. Hóp­ur­inn sam­an­stend­ur af ein­stak­ling­um sem eru með ákveðna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma eða hafa ákveðnar ónæm­is­bæl­andi meðferðir á síðastliðnu ári eða tveim­ur árum.

Þessi hóp­ur fékk örvun­ar­skammt af bólu­efni, þ.e. þriðja skammt­inn, fyrr en aðrir þar sem tveir skammt­ar þótti ekki vekja full­nægj­andi mót­efna­svar, jafn­vel til skamms tíma. 

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir grein­ir frá þessu á heimasíðu Embætt­is land­lækn­is

„Víða er­lend­is hef­ur verið miðað við 1 mánuð eft­ir skammt 2 en hér á landi 3 mánuði, aðallega vegna þess að þessi hóp­ur var mikið til bólu­sett­ur svo snemma vorið 2021 að 3-5 mánuðir voru þegar liðnir þegar ákvörðun var tek­in um þriðja skammt­inn,“ seg­ir í pistli Þórólfs. 

Þórólfur Guðnason er sóttvarnalæknir.
Þórólf­ur Guðna­son er sótt­varna­lækn­ir. Ljós­mynd/​Al­manna­varn­ir

Lækn­ar þurfi í mörg­um til­vik­um að meta ástandið

Ein­stak­ling­ar í fyrr­nefnd­um hópi geta sóst eft­ir fjórða skammti „sem er þá hin eig­in­lega örvun­ar­bólu­setn­ing“ þegar að minnsta kosti þrír mánuðir eru liðnir frá því að þess­ir ein­stak­ling­ar fengu þriðja skammt­inn. 

„At­hugið að í mörg­um til­vik­um er það meðhöndlandi lækn­ir sem þarf að meta hvort lík­ams­ástand eða meðferðarstaða nú gef­ur til­efni til að nota fjórða skammt. Því er við hæfi að ræða við meðhöndlandi lækni ef óljóst er hvort ein­stak­ling­ur ætti að sækj­ast eft­ir þess­um fjórða skammti (sjá tengil hér að ofan) en þá get­ur lækna­bréf til heilsu­gæslu eða í hönd­um ein­stak­lings­ins til að sýna á bólu­setn­ing­arstað liðkað fyr­ir,“ skrif­ar Þórólf­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert