Fjórir árekstrar á Kringlumýrarbraut í morgun

Lögreglan og vegagerðin hafa verið kölluð á vettvang.
Lögreglan og vegagerðin hafa verið kölluð á vettvang. mbl.is/Kristinn Magnússon

Búið er að tilkynna um fjóra árekstra sem hafa orðið á Kringlumýrarbrautinni í morgun til lögreglu en flughált er á svæðinu og aðstæður varasamar fyrir ökumenn. Þetta staðfestir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri.

Að sögn Árna urðu árekstrarnir fjórir allir „á sama blettinum“ og hefur hálkan komið aftan að ökumönnum. Samanlagt voru þetta um 10 bílar og er eitthvað um eignartjón. Lögregluþjónar og kranabíll eru á vettvangi.

Engin slys hafa orðið á fólki og samkvæmt upplýsingu frá slökkviliðinu hefur ekki þurft að kalla út sjúkrabíl. 

Er málið í höndum lögreglu og Vegagerðarinnar eins og stendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert