Hættir eftir áratuga störf

Karitas H. Gunnarsdóttir.
Karitas H. Gunnarsdóttir.

„Ég kveð ráðuneytið sátt,“ segir Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu, sem ákveðið hefur að hafna flutningi í nýtt ráðuneyti menningar- og viðskiptamála við þær skipulagsbreytingar sem nú standa yfir í stjórnarráðinu.

Karitas er í hópi reyndustu starfsmanna stjórnarráðsins, hóf störf í umhverfisráðuneytinu 1993 en flutti sig yfir í menntamálaráðuneytið 1995 þar sem hún hefur verið skrifstofustjóri menningarmála í mörg ár. Hún hefur jafnframt verið staðgengill ráðuneytisstjóra undanfarin tólf ár.

Karitas sagði í samtali við Morgunblaðið að í nýju ráðuneyti menningar- og viðskiptamála yrðu tveir skrifstofustjórar fagskrifstofa en þrír hefðu verið í eldri ráðuneytunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert