Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrverandi formaður Eflingar, og Ólöf Helga Adolfsdóttir, núverandi varaformaður, talast ekki við. Þetta sagði Ólöf í samtali við Hringbraut.
Báðar eru þær nú í formannsframboði.
Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Sólveig Anna hafi ekki þáð sæti á listanum sem Ólöf Helga leiðir í formannskjöri. Það bauðst henni en Sólveig segir við Fréttablaðið að henni hafi ekki verið boðið efsta sætið.
Þriðji frambjóðandinn er Guðmundur Baldursson.
Í samtali við mbl.is í vikunni sagði Ragnheiður Valgarðsdóttir, annar trúnaðarmanna starfsfólks Eflingar, að allt frá því Sólveig sagði af sér formennsku í lok október á síðasta ári hafi óvissan um hvort hún gæfi kost á sér aftur eða ekki valdið starfsfólki kvíða og vanlíðan.
Uppfært 8:20: Áður kom fram að Ólöf Helga væri formaður Eflingar en hið rétta er að hún er varaformaður félagsins.