Kirkjugarðasamband Íslands leggst alfarið gegn því að varðveisla og dreifing á ösku látinna einstaklinga verði gefin frjáls og að felldar verði niður núgildandi takmarkanir og skilyrði um varðveislu og dreifingu slíkrar ösku. Þetta kemur fram í umsögn sambandsins við frumvarp Bryndísar Haraldsdóttur og fjögurra annarra þingmanna sem leggja til að dreifing jarðneskra leifa verði gefin frjáls.
Fram kemur í umsögninni að á 17 ára tímabili frá því að dreifing ösku látinna á sjó eða í óbyggðum var heimiluð árið 2002 hafi borist samtals 133 skráningar um öskudreifingu á gardur.is, vefsíðu Kirkjugarðasambandsins, og það jafngildi 7,4 beiðnum á ári að jafnaði.
„Á þessu tímabili létust 35.956 hér á landi og er öskudreifing aðeins 0,37% af heild,“ segir meðal annars í umsögninni.
Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.