Vegna yfirstandandi leitar að flugvélinni sem hvarf um hádegisbil í gær óskar lögreglan eftir því að eigendur sumarbústaða við sunnanvert Þingvallavatn yfirfari öryggismyndavélar sem snúa að vatninu og gæti að því hvort þar séu gögn sem nýst gætu við leitina.
Einkum er horft til tímabilsins frá kl. 12 til kl. 14, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.
Reynist slíkar upplýsingar vera til staðar er fólk beðið um að senda þær á sudurland@logreglan.is, í gegnum örugga gátt eða með símtali í síma 444 2010.