Engin refsing fyrir ásökun um nauðgun

Landsréttur staðfesti í dag tvö meiðyrðamál.
Landsréttur staðfesti í dag tvö meiðyrðamál. mbl.is/Hallur Már

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Suðurlands í meiðyrðamáli þar sem móðir stúlku hafði verið sökuð um að stela bótum af henni, vanrækja hana og að leyfa manni að misnota hana. Ummælin féllu á Facebook árið 2019.

Í héraðsdómi voru ummælin dauð og ómerkt.

Stefndi áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist sýknu af kröfum móðurinnar en til vara að miskabætur yrðu verulega lækkaðar.

Í héraðsdómi hafði stefnda verið gert að greiða móðurinni 300.000 kr. en Landsréttur féllst hins vegar á kröfur hans og lækkaði fjárhæðina í 100.000 kr. með vísan til þess að ummælin hafi einungis staðið á Facebook-síðu hans yfir nóttu.

Höfnuðu refsingu

Þá staðfesti Landsréttur einnig í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í meiðyrðamáli þar sem stefnandi var meðal annars sakaður um að hafa nauðgað systur sinni. Ummælin féllu á Facebook árið 2020 og voru þau dæmd dauð og ómerkt.

Stefnandi áfrýjaði málinu til Landsréttar og krafðist hærri bóta sem og að stefndi yrði gerð refsing. Síðari kröfunni var hafnað en misbætur voru hækkaðar úr 300.000 kr. í 600.000 kr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert