Fékk frest til að svara fyrir einveruherbergi

Ráðuneytið fær frest til að svara umboðsmanni.
Ráðuneytið fær frest til að svara umboðsmanni. Ljósmynd/Colourbox

Mennta- og barnamálaráðuneytið óskaði eftir vikufresti til að skila inn upplýsingum um hvort það ætli að bregðast við ábendingum sem umboðsmaður Alþingis setti fram í bréfi til ráðuneytisins, varðandi notkun á einveruherbergjum í grunnskólum. Þetta staðfestir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, í samtali við mbl.is.

Umboðsmaður sendi Ásmundi Einari Daðasyni, mennta- og barnamálaráðherra, bréf þann 8. desember síðastliðinn og var upphaflegur frestur til 1. febrúar. Ráðuneytið óskaði eftir því að hann yrði framlengdur til 7. febrúar.

Ekki vísbendingar um frelsissviptingu

Bréfið var sent í kjölfar heimsókna umboðsmanns í nokkra grunnskóla vegna frumkvæðisathugunar á notkun einveruherbergja, sem ganga gjarnan undir nafninu „gula herbergið“. Það verklag tíðkast í einhverjum grunnskólum að skilja börn frá sam­nem­end­um og vista þau jafnvel ein í slíkum herbergjum í þeim til­gangi róa þau niður. Gjarn­an er um að ræða börn með sérþarf­ir sem skort­ir úrræði í skóla­kerf­inu. Að minnsta kosti eitt slíkt mál hef­ur verið kært til lög­reglu.

Upphaflega óskaði umboðsmaður eftir upplýsingum frá grunnskólunum um aðstæður barna sem væru aðskilin frá samnemendum sínum. Eftir að svör höfðu borist frá skólunum fór umboðsmaður í heimsóknir þangað.

Ekki komu fram vísbendingar um nemendur væru kerfisbundið kerf­is­bundið látn­ir dvelja í einveruherbergjum í svo lang­an tíma eða við þær aðstæður að jafnað yrði til frels­is­svipt­ing­ar.

Málinu verði fylgt eftir

Í bréfi til ráðherra vakti umboðsmaður hins veg­ar at­hygli á álita­efn­um sem heim­sókn­irn­ar leiddu í ljós og óskað er eft­ir því að ráðuneytið veiti upp­lýs­ing­ar um hvort það hygg­ist bregðast við þeim ábend­ing­um sem fram koma.

Jafnframt er vakin athygli ráðherra á þeim vanda sem starfs­menn skól­anna lýstu vegna nem­enda með sérþarf­ir og al­var­leg­an hegðun­ar­vanda og kallað eft­ir skýr­ari af­stöðu ráðuneyt­is­ins til notk­un­ar ein­veru­her­bergja í því sam­bandi.

Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis, segist eiga von á því að málinu verði fylgt eftir þegar svör hafa borist frá ráðuneytinu. Það fari þó að sjálfsögðu eftir viðbrögðum ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert