Fjórir staðir gætu hentað fyrir sjóböð

mbl.is

Möguleg ylströnd á Kársnesi var til umræðu á fundi skipulagsráðs Kópavogs á mánudag. Þar var lagt fram minnisblað þar sem fram koma fjórar mögulegar staðsetningar fyrir sjóbaðsaðstöðu á Kársnesi og tekið fram að hugmyndirnar séu á frumstigi. Fjallað var um kosti og galla hverrar tillögu og settar fram frumtillögur að útfærslu.

Mögulegar staðsetningar eru:

A: Sjóðbaðsaðstaða sunnan við Kársneshöfn

B: Sjóbaðsaðstaða/ylströnd við Höfða / smábátahöfn Ýmis

C: Sjóbaðsaðstaða við Kársneshöfn

D: Sjóbaðsaðstaða við brúarenda (tillaga frá Spot on Kársnes).

Tillögur unnar áfram

Skipulagsráð fól umhverfissviði að vinna tillögurnar áfram. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ er næsta skref að halda áfram að skoða fyrrnefnda fjóra staði. Skoðaðar verða forsendur á kostnaðarmati fyrir ylströnd með það fyrir augum að finna hentugustu staðsetninguna.

Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi lagði fram fyrirspurn um ylströnd á fundi skipulagsráðs síðasta haust og óskaði eftir tillögum umhverfissviðs að mögulegum staðsetningum ylstrandar. Í minnisblaði skipulagsdeildar segir m.a. að ylströnd eins og hún sé útfærð í Nauthólsvík krefjist pláss á landi fyrir aðkomu, bílastæði og skiptiaðstöðu fyrir gesti.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert