Flugmaðurinn reyndur og formaður AOPA

Frá leitinni á Þingvallavatni.
Frá leitinni á Þingvallavatni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flugmaðurinn sem flaug vélinni sem leitað hefur verið að við Þingvallavatn síðan í gær heitir Haraldur Diego og er reyndur flugmaður. Um borð í vélinni voru einnig þrír erlendir ferðamenn frá Bandaríkjunum, Hollandi og Belgíu, samkvæmt frétt Washington Post.

Flugvélin sem er týnd er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB.

Haraldur rekur fyrirtækið Volcano Air Iceland og hefur starfað sem flugmaður og ljósmyndari um árabil. Þá er hann formaður AOPA, hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi, og ritstjóri Flugsins, tímarits um flugmál. 

Viðbragðsaðilar gera sig klára til þess að leita í Þingvallavatni.
Viðbragðsaðilar gera sig klára til þess að leita í Þingvallavatni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á Flugblogg.is, fjölmiðils sem fjallar um hvaðeina sem tengist flugi á Íslandi, var greint frá því í nótt að flugmaðurinn væri Haraldur. Þar segir að Haraldur sé eigandi flugvélarinnar.

Síðast spurðist til vélarinnar klukkan 11:45 í gærmorgun en hún átti að snúa aftur til Reykjavíkur klukkan eitt eftir hádegi í gær. Það gerði hún ekki og um klukkustund síðar fór Landhelgisgæslan af stað í leit. 

Drónar eru notaðir við leitina.
Drónar eru notaðir við leitina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nú hafa hundruð leitað Haraldar og ferðamannanna þriggja í tæpan sólarhring en leitin hefur enn ekki borið árangur. Ekkert neyðarkall barst frá vélinni, óvitað er hvers vegna.

Fréttin hefur verið uppfærð

Frá upphafi leitar í morgun.
Frá upphafi leitar í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert