Búið er að gefa úr gula veðurviðvörun fyrir landið allt sem tekur gildi aðfaranótt mánudags og fram að hádegi sama dag.
Þá spáir suðaustan 23-30 metrum á sekúndu á Suður- og Vesturlandi, en gengur í suðaustan 18-25 á Norður- og Austurlandi.
„Snjókoma verður víða um land, en slydda eða rigning nærri sjávarmáli sunnanlands þegar kemur fram á morguninn,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.
„Hríð, vindur ófærð mun líklega raska samgöngum verulega, eða hamla þeim algjörlega.
Í raun er ekkert ferðaveður meðan að á þessu illviðri stendur. Líkur eru á foktjóni á Suður- og Vesturlandi.“