Leit hafin í Þingvallavatni

Frá vettvangi sunnan við Þingvallavatn.
Frá vettvangi sunnan við Þingvallavatn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leit er hafin í Þingvallavatni að flugvél og farþegum hennar sem er saknað. Fjórir eru um borðs í vélinni sem ekkert hefur spurst til síðan klukkan 11:45 fyrir hádegi í gær. 

Vel viðrar til leitar en veður er stillt. 

Um tuttugu björgunarsveitamenn og starfsmenn séraðgerðarsveitar Landhelgisgæslunnar eru sunnan við Þingvallavatn þar sem leit í vatninu er nýhafin. 

Frá leitinni í Þingvallavatni.
Frá leitinni í Þingvallavatni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í morgun barst viðbragðsaðilum vís­bend­ing sem varð til þess að báta­flokk­ar Lands­bjarg­ar og séraðgerðasveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar voru ræst út. Þá mun kaf­bát­ur einnig leita í Þing­valla­vatni. Vís­bend­ing­in teng­ist síma­gögn­um.

Ari Páll Karlsson, blaðamaður mbl.is, er á vettvangi ásamt Eggerti Jóhannessyni ljósmyndara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert