Mikil ánægja með vikulegt bingó

Siggi Gunnars og Þórunn Antónía.
Siggi Gunnars og Þórunn Antónía. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Það var æðislega gaman í gær og bingóraðirnar voru ekki feimnar við að láta sjá sig,“ segir Sigurður Þorri Gunnarsson, Siggi Gunnars, útvarpsmaður á K100, en hann, ásamt Evu Ruzu, stýrði fjölskyldubingói K100 og mbl.is í gærkvöldi. Það var í þriðja sinn á þessu ári en bingóið fór aftur af stað í janúar eftir nokkurra mánaða hlé. Hér eftir verður fjölskyldubingóið haldið vikulega og eins og áður munu Siggi og Eva sjá um að færa landsmönnum bingótölurnar beint heim í stofu. Fjöldi vinninga er í boði í hvert sinn og allir sem fá BINGÓ fá vinning.

Siggi sagði að frábær þátttaka hefði verið í bingóinu og þau Eva væru mjög þakklát fyrir þær viðtökur sem þau hefðu fengið.

Útsendinguna má nálgast á mbl.is og á Sjónvarpi Símans. Þekktir íslenskir tónlistarmenn verða sérstakir gestir í bingóþáttunum og flytja ósvikin tónlistaratriði sem hægt er að dilla sér við á milli bingóraða. Gestur gærkvöldsins var söngkonan og skemmtikrafturinn Þórunn Antonía.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert