Olíubrák fannst í sunnanverðu Þingvallavatni

Leitað er í sunnanverðu Þingvallavatni þar sem olíubrák fannst.
Leitað er í sunnanverðu Þingvallavatni þar sem olíubrák fannst. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Olíubrák fannst í sunnanverðu í Þingvallavatni fyrr í dag, á því svæði sem helst hefur verið leitað á í dag og síðdegis í gær. Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.

Um tutt­ugu björg­un­ar­sveita­menn og starfs­menn séraðgerðarsveit­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar eru sunn­an við Þing­valla­vatn þar sem leit hófst rétt fyrir hádegi, en leitað er að flugvél sem saknað hefur verið síðan í gær. Fjórir voru í vélinni, flugmaður og þrír farþegar.

Tekið var sýni úr olíubrákinni og það sent í rannsókn. Ásgeir segir þá hægt að greina um hvernig olíu um er að ræða. „Þetta er bara ein af fjölmörgum vísbendingum sem hafa borist. Meginþungi leitarinnar beinist enn að þessu svæði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert