Skoða myndbönd úr öryggismyndavélum

Lögreglan skoðar myndbönd sem þeim hafa borist.
Lögreglan skoðar myndbönd sem þeim hafa borist. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Suðurlandi fer nú yfir myndbönd sem hafa borist úr öryggismyndavélum sumarbústaða við Þingvallavatn. 

Fyrr í dag óskaði lögreglan á Suðurlandi eftir því að eig­end­ur sum­ar­bú­staða við sunn­an­vert Þing­valla­vatn yf­ir­færu ör­ygg­is­mynda­vél­ar sínar og gættu að því hvort þar væru gögn sem gætu nýst við leit­ina að flug­vél­inni sem hvarf um há­deg­is­bil í gær.

„Við höfum fengið eitthvað af myndböndum úr öryggismyndavélum við vatnið og er verið að fara í gegnum það. Það sem er að búið fara í gegnum hefur ekki skilað okkur staðfestingu á því að þetta sé slysstaðurinn,“ segir Oddur Árnason, yfirlögreglustjóri á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert