Strákar svöruðu kallinu og keyrðu frá Siglufirði

Allsherjarútkall var sent út til björgunarsveita í gærkvöldi og svöruðu …
Allsherjarútkall var sent út til björgunarsveita í gærkvöldi og svöruðu Strákar því kalli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

 „Við komum bara keyrandi núna í nótt. Lögðum af stað klukkan tvö frá Siglufirði. Vorum að koma núna bara,“ segir Ingvar Erlingsson, hjá björgunarsveitinni Strákum en þeir eru á meðal björgunarsveitarmanna sem leita við Þingvallavatn.

Viðbragðsaðilar frá björg­un­ar­sveit­um, Land­helg­is­gæslu og lögreglu leggja nú mikið kapp á að finna flug­vél með fjóra inn­an­borðs sem ekki hef­ur spurst til síðan klukk­an 11:45 fyr­ir há­degi í gær. 

Allsherjarútkall var sent út til björgunarsveita í gærkvöldi og svöruðu Strákar því kalli. Þeim var úthlutað svæði við Grafningsveg efri við sunnanvert Þingvallavatn og leita þeir þar með dróna ásamt björgunarsveit Kyndils frá Mosfellsbæ.

Ingvar hjá Strákum ræðir við björgunarsveitarmann Kyndils.
Ingvar hjá Strákum ræðir við björgunarsveitarmann Kyndils. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert