Kafarar séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar eru í biðstöðu á Þingvallavatni þar sem leitað hefur verið að flugvélinni týndu og þeim fjórum sem voru þar um borð.
Kafararnir eru ekki enn farnir ofan í vatnið en notast hefur verið við svokallað sidesonar-tæki við leitina ásamt fjarstýrðum kafbát.
„Eins og staðan er núna eru þessi tæki nýtt til leitar. Vatnið er auðvitað kalt og djúpt,“ segir Ásgeirs Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við blaðamann mbl.is á vettvangi.
Flugvélin hefur ekki enn fundist, að sögn Ásgeirs. Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi fannst þó hlutur á botni vatnsins sem við nánari athugun var ekki vélin. Líklegast er að um sé að ræða gamlan bát.