27 ára Hollendingur meðal farþeganna

Hollendingurinn var búsettur í Belgíu.
Hollendingurinn var búsettur í Belgíu. mbl.is/Ari

Tuttugu og sjö ára hollenskur karlmaður var einn þriggja farþega í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni í gærkvöldi. Hann var búsettur í Belgíu.

Telegraaf og fleiri hollenskir fjölmiðlar greina frá þessu.

Ríkisfang eins óljóst

Þrír farþegar voru um borð vélarinnar auk íslenska flugmannsins Har­ald­ar Diego.

Staðfest er að einn farþeganna sé frá Bandaríkjunum, annar frá Hollandi en óljóst er hvaðan sá þriðji er.

Þó er vitað að hann hafi verið búsettur í Belgíu líkt og Hollendingurinn.

Fjöl­skyld­ur þeirra þriggja eru ým­ist komn­ar til lands­ins eða á leiðinni.

Lög­regl­an á Suður­landi er í sam­skipt­um við fjöl­skyld­urn­ar og mun í sam­starfi við þær veita fjöl­miðlum frek­ari upp­lýs­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert