Tuttugu og sjö ára hollenskur karlmaður var einn þriggja farþega í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni í gærkvöldi. Hann var búsettur í Belgíu.
Telegraaf og fleiri hollenskir fjölmiðlar greina frá þessu.
Þrír farþegar voru um borð vélarinnar auk íslenska flugmannsins Haraldar Diego.
Staðfest er að einn farþeganna sé frá Bandaríkjunum, annar frá Hollandi en óljóst er hvaðan sá þriðji er.
Þó er vitað að hann hafi verið búsettur í Belgíu líkt og Hollendingurinn.
Fjölskyldur þeirra þriggja eru ýmist komnar til landsins eða á leiðinni.
Lögreglan á Suðurlandi er í samskiptum við fjölskyldurnar og mun í samstarfi við þær veita fjölmiðlum frekari upplýsingar.