Andlát: Dóra Ólafsdóttir, elsti Íslendingurinn

Dóra Ólafsdóttir.
Dóra Ólafsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dóra Ólafs­dótt­ir, sem var elst Íslend­inga, lést á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli í Reykja­vík í gær­morg­un, á 110. ald­ursári. Dóra fædd­ist í Sig­tún­um á Kljá­strönd í Grýtu­bakka­hreppi í Suður-Þing­eyj­ar­sýslu 6. júlí 1912. For­eldr­ar henn­ar voru Ólaf­ur Gunn­ars­son út­gerðarmaður og Anna María Vig­fús­dótt­ir hús­freyja.

Að loknu gagn­fræðaprófi frá Gagn­fræðaskól­an­um á Ak­ur­eyri, síðar MA, fór Dóra til Kaup­manna­hafn­ar. Eft­ir það var hún talsíma­vörður hjá Landsím­an­um á Ak­ur­eyri í rúm 40 ár, á ár­un­um 1936 til 1978. Hún bjó lengst af í Norður­götu 53 þar í bæ. Dóra var orðin 100 ára þegar hún hætti að sjá um sig sjálf í Norður­göt­unni og flutt­ist í hjúkr­un­ar­heim­ilið Skjól í Reykja­vík.

Eig­inmaður Dóru var Þórir Áskels­son, sjó­maður og seglasaumari. Hann lést árið 2000. Son­ur Dóru og Þóris er Áskell blaðamaður og dótt­ir Dóru er Ása Drexler sem bú­sett er í Banda­ríkj­un­um.

Dóra var vel ern fram und­ir það síðasta þótt sjón og heyrn hefði dalað.

Hún var ein­læg­ur stuðnings­maður ís­lenska landsliðsins í knatt­spyrnu og horfði á alla leiki þess. Eitt af áhuga­mál­um henn­ar var að prjóna dýr og furðuver­ur í ýms­um stærðum og gerðum. Flest börn í ætt­inni fengu prjónaðan kött eða eitt­hvað áþekkt frá henni. Dóra hef­ur lengi verið áskrif­andi Morg­un­blaðsins og las blaðið spjald­anna á milli og miðlaði fróðleik úr því til þeirra sem hún um­gekkst.

Dóra þakkaði ald­ur­inn því að hún hefði lifað heil­brigðu lífi og hvorki notað áfengi né tób­ak, eitt sinn þegar Morg­un­blaðið ræddi við hana um háan ald­ur henn­ar. „Á meðan ég get lesið og gengið þarf ég ekki að kvarta,“ sagði hún.

Dóra var elst Íslend­inga. Hún hafði náð hærri aldri en nokk­ur ann­ar hér á landi.

Hall­fríður Nanna Frank­líns­dótt­ir á Sigluf­irði er nú elst Íslend­inga, 105 ára síðan í maí.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert