Andlát vegna Covid-19

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Jón Pétur

Kona á sjötugsaldri lést í gær á gjörgæslu vegna Covid-19 veikinda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

21 sjúklingur liggur á Landspítala með Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu, annar þeirra í öndunarvél. 

9.034 sjúklingar eru í Covid-göngudeild spítalans, þar af 3.119 börn. 

Covid sýktir starfsmenn Landspítala (í einangrun eða innlögn) eru 245.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert