Fjölskyldur farþeganna komnar til landsins

Flugvélin fannst í Þingvallavatni í gærkvöldi.
Flugvélin fannst í Þingvallavatni í gærkvöldi. mbl.is/Ari

Fjölskyldur þeirra þriggja erlendu ferðamanna sem voru um borð í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni í gærkvöldi eru ýmist komnar til landsins eða á leiðinni. 

Þetta staðfest­ir Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is.

Farþegar vélarinnar, sem týndist um hádegisbil á fimmtudaginn, komu frá Bandaríkjunum, Belgíu og Hollandi.

Oddur vildi hvorki gefa upp nákvæman aldur ferðamannanna né aðrar upplýsingar um þá en fram hefur komið að um ungmenni sé að ræða.

Lögreglan á Suðurlandi er í samskiptum við fjölskyldurnar og mun í samstarfi við þær veita fjölmiðlum frekari upplýsingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert