Gætu aðstoðað þegar og ef vélin verður hífð upp

Björgunarsveitarmenn við Þingvallavatn í gær. Björgunarsveitir hafa aðstoðað fasta bíla …
Björgunarsveitarmenn við Þingvallavatn í gær. Björgunarsveitir hafa aðstoðað fasta bíla í dag en mikið hvassvirðri er á heiðunum í kringum borgina og fyrir austan fjall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðkomu björgunarsveita að máli flugvélarinnar sem hafði verið saknað síðan á fimmtudag en fannst í gærkvöldi er lokið.

„Okkar aðkoma að þessu er í raun búin nema ef það verður óskað eftir aðstoð björgunarsveita þegar og ef flugvélin verður hífð upp,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Málið er nú á höndum lögreglunar á Suðurlandi og rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Nóg að gera í dag

Búið var að boða út björgunarsveitir til að aðstoða við áframhaldandi leit að flugvélinni í dag og átti leitin að hefjast klukkan tíu í morgun. Útköllin voru afturkölluð þegar flugvélin fannst í gærkvöldi.

„Við í raun afturkölluðum þessi útköll sem að var búið að óska eftir í dag en það breyttist bara í það að björgunarsveitir voru kallaðar út núna snemma í morgun út af hvassvirðri og ófærð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert