Veginum um Hellisheiði hefur verið lokað vegna veðurs en vetrarfærð er um allt land. Suðurstrandavegi hefur einnig verið lokað, ásamt Þrengslum.
„Í dag er spáð éljagangi og snjókomu og eru vegfarendur hvattir til að kanna sér aðstæður áður en lagt er af stað,“ segir á vef Vegagerðarinnar.
Á Vesturlandi er þungfært í Álftafirði en ófært um Bröttubrekku, Svínadal og Fróðárheiði.
Á Suðurlandi er ófært um Reynisfjall.
Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla.