Rannsakað eins og önnur slys

Flugvélin fannst á ell­efta tím­an­um í gærkvöldi.
Flugvélin fannst á ell­efta tím­an­um í gærkvöldi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Málið vegna flugvélarinnar sem saknað hafði verið frá því um há­deg­is­bil á fimmtu­dag en fannst í gærkvöldi sætir rannsókn eins og önnur slys. Lögreglan á Suðurlandi og rannsóknarnefnd samgönguslysa vinna rannsóknina í sameiningu.

Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Vélin fannst með kaf­bát í sunn­an­verðu Þing­valla­vatni á ell­efta tím­an­um í gærkvöldi.

Funda í hádeginu

Í há­deg­inu er fyr­ir­hugaður stöðufund­ur þar sem farið verður yfir næstu skref.

„Það var hægt að staðfesta við okkur í gær að þetta væri vélin. Við munum leggja gögn fyrir fundinn í hádeginu. Það er veruleg sorg meðal aðstandenda og við munum gera þetta í virðingu við þá,“ segir Oddur.

Íslendingur flaug vélinni og voru farþegarnir þrír, eða frá Bandaríkjunum, Hollandi og Belgíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert