Reyna að forðast mengunarslys

Leit flugvél Landsbjörg
Leit flugvél Landsbjörg mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú að því að skipuleggja aðgerðina við að ná flaki flugvélarinnar sem fannst í Þingvallavatni í gærkvöldi upp á yfirborðið. Aðgerðin er lífshættuleg og er hætta á mengunarslysi.

Þetta segir Odd­ur Árna­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is.

Köfunin lífshættuleg

Næstu dag­ar verða nýtt­ir til und­ir­bún­ings verk­efn­isins. Til þess að það gangi vel fyr­ir sig þarf að vera veður­gluggi sem var­ir að minnsta kosti í tvo sól­ar­hringa.

Aðgerðinni fylgja um­tals­verðar hætt­ur fyr­ir björg­un­arlið og er því mikilvægt að hún sé vel und­ir­bú­in.

„Að kafa niður á 50 metra dýpi er eitt og sér lífshættulegt,“ segir Oddur.

Þá hafa olíuflekkir sést á vatninu og verður því eitt af verkefnum lögreglunnar og annarra viðbragðsaðila að tryggja að ekki verði mengunarslys við aðgerðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert