Simmi vill greiða skólagjöld

Sigmar Vilhjálmsson hefur stonað nýtt félag sem ber nafnið Munnbitinn.
Sigmar Vilhjálmsson hefur stonað nýtt félag sem ber nafnið Munnbitinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nýtt félag Sigmars Vilhjálmssonar, Munnbitinn, mun koma til með að greiða skólagjöld fyrir frammúrskarandi starfmenn sína, hyggist þau mennta sig.

Þá munu launataxtar þeirra starfsmanna einnig hækka um um það bil 350 krónur á tímann. Þetta segir í fréttatilkynningu frá Sigmari fyrir hönd Munnbita.

Sigmar segist í þó nokkur ár hafa „gengið með hugmynd í maganum um hvernig hægt sé að styðja góða starfsmenn sem annaðhvort stunda nám eða hafa hug á því“.

Hugmyndin sé nú loks orðin að veruleika að nafni „Skólastyrkur“. „Til þess að koma þessari hugmynd af stað þurfti framsýna stjórn og hluthafa,“ segir Sigmar í tilkynningu sinni um hið nýstofnaða félag og skólastyrkinn.

Skólastyrkurinn mun ná til starfsmanna Minigarðsins og Bryggjunnar brugghúss, sem …
Skólastyrkurinn mun ná til starfsmanna Minigarðsins og Bryggjunnar brugghúss, sem hið nýstofnaða félag Sigmars rekur.

Minigarðurinn og Bryggjan brugghús í Munnbita

Fyrr í þessum mánuði var greint frá því að Sigmar og Óli Valur Steindórsson hafi farið hvor í sína áttina en fyrr ráku þeir saman veit­ingastaðina Hl­ölla­báta í Smáralind og Mosfellsbæ, Bari­on Mosó, Bari­on brugg­hús og Minig­arðinn.

Óli Valur tók yfir rekstur Barion Mosó og Hlöllabáta á meðan Sigmar tók yfir Minigarðinn og Barion brugghús, sem hefur verið breytt í Bryggjuna brugghús að nýju.

Er því ljóst að skólastyrkurinn mun ná til starfsmanna Minigarðsins og Bryggjunnar brugghúss, sem hið nýstofnaða félag Sigmars rekur.

Þarf að vera frammúrskarandi

Sigmar segir að til þess að hljóta styrkinn þurfi starfsmaður að vera frammúrskarandi, það er að segja, uppfylli sex skilyrði:

Áreiðanleika, ábyrgð, að vera vel liðinn af samstarfsfólki, hafi gleðina að leiðarljósi, traustleika og frumkvæði.

Styrkurinn tryggir starfsmönnum einnig örugga sumarvinnu milli anna í skólanum.

„Skólastyrkurinn er hagur starfsmanns og félagsins. Með skólastyrknum er félagið að hjálpa starfsmanninum að ná sýnum markmiðum í náminu,“ segir Sigmar. Um leið sé starfsmaðurinn að hjálpa félaginu að ná sínum markmiðum.

Búast megi til að mynda við minni starfsmannaveltu og sterkari liðsheild í starfsmannahópnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert