Tveir árekstrar í Garðabæ

Mikil hálka er á vegum sem gæti ollið árekstrum. Töluvert …
Mikil hálka er á vegum sem gæti ollið árekstrum. Töluvert tjón var á bifreiðunum en enginn slasaðist alvarlega. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Tveir tveggja bíla árekstrar urðu með skömmu millibili við Olís í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Þetta staðfestir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is.

Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar áverka en töluvert tjón varð á bifreiðum, að sögn slökkviliðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert