Tveir tveggja bíla árekstrar urðu með skömmu millibili við Olís í Garðabæ á fimmta tímanum í dag. Þetta staðfestir slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is.
Einn var fluttur á slysadeild með minni háttar áverka en töluvert tjón varð á bifreiðum, að sögn slökkviliðsins.