Brekkurnar fullar í góða veðrinu

Talsverður fjöldi var mættur í Breiðholtsbrekkuna í dag, enda veður …
Talsverður fjöldi var mættur í Breiðholtsbrekkuna í dag, enda veður með besta móti. mbl.is/Þorsteinn

Fjöldi lagði leið sína á skíðasvæði í og í nágrenni við höfuðborgarsvæðið í dag, enda var gott veður til skíðaiðkunar. Talsverður fjöldi var saman kominn í Breiðholtsbrekkunni, en þar renndu ungir og aldnir sér á skíðum og snjóbrettum, auk þess sem margir voru á snjósleðum og þeystu niður brekkurnar.

Ungir sem aldnir voru mættir til að njóta þess að …
Ungir sem aldnir voru mættir til að njóta þess að renna sér í brekkunni. mbl.is/Þorsteinn

Í Bláfjöllum og Skálafelli seldist upp í seinna hollið í dag, en vegna sóttvarnatakmarkana þarf að gæta að hámarksfjölda og er deginum skipt upp í tvö holl svo sem flestir geti nýtt sér svæðin.

Þegar klukkan 10:38 var tilkynnt að seinna hollið í Bláfjöllum væri orðið uppselt og tveimur tímum síðar var tilkynnt að uppselt væri í Skálafelli.

Um frostmark var á höfuðborgarsvæðinu í byrjun dags en kólnaði svo um 2 til 3 gráður þegar líða tók á daginn. Í Bláfjöllum voru -4 til -7 gráður í dag.

Fyrir yngsta hópinn er ekki slæmt að fá örlitla aðstoð …
Fyrir yngsta hópinn er ekki slæmt að fá örlitla aðstoð frá þeim sem reyndari eru til að komast upp með lyftunni. mbl.is/Þorsteinn
Gleðin skein úr andlitum þeirra sem renndu sér í Breiðholti.
Gleðin skein úr andlitum þeirra sem renndu sér í Breiðholti. mbl.is/Guðni
Margir nutu lognsins á undan storminum.
Margir nutu lognsins á undan storminum. mbl.is/Guðni
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert