Búið að teikna upp skipulag vegna leitarinnar

Björgunarsveitarmenn við ÞIngvallavatn á föstudag.
Björgunarsveitarmenn við ÞIngvallavatn á föstudag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Búið er að teikna upp skipulag vegna leitarinnar að fólkinu sem var í flugvélinni sem fórst í Þingvallavatni og verður það klárað í dag. „Það er ljóst að við gerum ekkert á morgun,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

Þar vísar hann til slæmrar veðurspár á landinu. 

Aðgerðastjórn á Selfossi stýrir leitinni, sem fer af stað í birtingu.

Oddur hefur ekki upplýsingar um hversu margir munu leita í dag en leitað verður á bökkum Þingvallavatns og meðfram þeim. Hann kveðst ekki vita hvort leitað verður í vatninu sjálfu en verið er að fara yfir gögn úr kafbátnum sem var notaður við leitina. 

Ekki er útlit fyrir að þyrla Landhelgisgæslunnar verði notuð við leitina. 

Lögrelan að störfum við Þingvallavatn.
Lögrelan að störfum við Þingvallavatn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Spurður hvenær hægt verður að hífa flakið upp úr vatninu segir hann enga dagsetningu liggja á borðinu, enda hlutirnir óljósir vegna veðurspárinnar. „Það er ljóst að enginn er í vélinni og við munum örugglega taka okkur þann tíma sem þarf til að geta gert það með þeirri aðgát sem þarf,“ segir Oddur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert