Frumvarp um stjórn Landspítala kynnt í vikunni

Stjórn spítalans mun koma að stefnumótun og stuðningi við forstjórann …
Stjórn spítalans mun koma að stefnumótun og stuðningi við forstjórann og starfsfólk spítalans. mbl.is/Árni Sæberg

Heilbrigðisráðherra áformar að kynna nýtt frumvarp, til breytinga á lög­um um heil­brigðisþjón­ustu sem kveður á um skip­an sjö manna stjórn Land­spít­ala, fyrir ríkisstjórninni í vikunni. Frumvarpið er tilbúið, en það kom úr samráðsgátt fyrir um hálfum mánuði. Þetta segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.

Fyrir tæplega viku var tilkynnt að Runólfur Pálsson yrði skipaður næsti forstjóri Landspítalans, en Páll Matthíasson, fyrrverandi forstjóri lét af störfum í október.

Var Runólfur valinn úr hópi fjórtán umsækjenda. Það er því ljóst að ný stjórn mun ekki sjá um skipun nýs forstjóra.

Willum segir í samtali við mbl.is að stjórnin muni fá hlutverk sem komi að stefnumótun og stuðningi við forstjórann og starfsfólk spítalans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert